Jólalag dagsins - Einmana á jólanótt

Ekkert virðist sorglegra en hírast einmana á jólanótt líkt og Diddú syngur um í jólalagi dagsins. „Hvers vegna fórstu frá mér? Lítið jólatré, einmana og yfirgefið eins og ég. Öllum sama er, halda sína leið og eftir er ég hér, einmana á jólanótt.“

Lagið er eftir funk tónlistarmanninn George Clinton en Artie Wayne gerði enska textann Little Christmas tree sem Michael Jackson gerði vinsælt árið 1973, 15 ára að aldri.

Það var svo Jón Sigurðsson, einnig þekktur sem Jón í bankanum, sem útbjó íslenskan texta á lagið og söng Diddú það inn á jólaplötu Brunaliðsins, 11 jólalög , árið 1978.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir