Jólalag dagsins - Ó, Jesúbarn

Í dag er annar sunnudagur í aðventu og þá er kveikt á öðru aðventukertinu, sem nefnist Betlehemskerti. Þá er athyglinni beint að þorpinu sem Jesús fæddist í, og þar sem ekkert rúm var fyrir hann. Í tilefni þess hlustum við á jólalag tileinkað Jesúbarninu eftir Skagfirðinginn Eyþór Stefánsson við ljóð Jakobs Jóhannessonar Smára, skálds, málfræðings og kennara, er fæddist á Sauðafelli í Miðdölum 9.10. 1889.

Eyþór Stefánsson fæddist á Sauðárkróki 23. janúar 1901 og  því stutt í að 120 ár séu liðin frá fæðingu hans sem væntanlega verður minnst með viðhöfn þegar færi gefst vegna Covid-áhrifa.

Árið 1928 fór hann suður í tónlistarnám hjá Emil Thoroddsen og Páli Ísólfssyni og leiklistarnám hjá Indriða Waage. Hann var síðan við framhaldsnám í þessum greinum í Hamborg 1934. Skagfirðingar fengu að njóta hæfileikahans í áratugi þar sem hann var ötull í  í söng- og leiklistarstörfum, eins og lesa má um HÉR.
Í meðfylgjandi myndbandi er Ó, Jesúbarn flutt á fyrstu tónleikum Íslenska Kórsins í Hollandi í Doopgsezinde kerk í Utrecht 10. desember 2010. Sólveig Sigurðardóttir syngur einsöng. Stjórnandi er Eyjólfur Eyjólfsson.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir