Jólalag dagsins - Það koma vonandi jól

Spéfuglarnir í Baggalúti voru vongóðir um að það kæmu jól eftir hrunið árið 2008 og sendu frá sér lagið Það koma vonandi jól við texta Braga Valdimars Skúlasonar. Upphaflega sömdu Gibb-bræður lagið árið 1980 og nefndu „Woman in Love“ og Barbaru Streisand sem flutti.

Allt þetta útrásar pakk
át sig gat
svo loftbólan sprakk
Nú eru lífskjörin skert
mannorðið svert,
Hvað hafið þið gert? 

Já von er að spurt sé en nú er öldin önnur, engir útrásarvíkingar bara veirufjandi sem hótar að taka af okkur jólin. En verum bjartsýn; Það koma vonandi jól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir