Jólin á Króknum – Gömlu góðu jólalögin munu hljóma á Mælifelli

Það er enginn bilbugur á viðburðastjóranum Huldu Jónasar að halda jólatónleika á Sauðárkróki þrátt fyrir að dagsetningin lendi á föstudeginum 13. desember. Á dagskránni verða gömlu og góðu jólalögin sem fólk man eftir, segir Hulda og nefnir lög eins og Hvít jól,  Hin fyrstu jól, Jólasveininn minn, Jóla á hafinu og Ég hlakka svo til í bland við nýrri lög.

„Við ætlum að reyna að skapa notalega stemmingu á Mælifelli, dúkum borð með jóladúkum  og skreytum staðinn. Ef einhver á gamla jóladúka sem hann þarf að losna við þá má hann endilega vera í sambandi við mig í síma  8660114,“ segir Hulda.

Mynd nr. 1

Mynd 1
Sex söngvarar munu stíga á stokk þau Guðbrandur Ægir, Hreindís Ylva, Hugrún Sif, Róbert Smári, Sigurlaug Vordís og Valgerður Erlingsdóttir. Hljómsveitarstjóri er Rögnvaldur Valbergsson, sem einnig hefur útsett öll lögin og með honum í hljómsveitinni eru hjónin Jón Ólafur og Hugrún Sif frá Skagaströnd, Fúsi Ben og Siggi bassi, sem í þetta skiptið leikur á trommur.

Mynd nr. 2Mynd 2
„Við erum einnig með yndislegan barnakór með okkur frá Tónadansi sem er undir stjórn Kristínar Höllu og syngur bæði einn og einnig með söngfuglunum okkar. Hann mun m.a opna tónleika með fallegum söng og er óhætt að segja að kórinn kryddi svo sannarlega upp á tónleikana okkar.“

Mynd nr. 3                                                                         Mynd 3
Kynnir og sögumaður kvöldsins verður Valgerður Erlingsdóttir sem lumar á mörgum skemmtilegum sögum. Má búast við því að hún fari með gesti aftur í tímann og rifji upp gömlu góðu jólin í gamla bænum á Króknum þegar líf og fjör myndaðist í erlinum í búðaröltinu á Aðalgötunni og versla jólagjafir m.a hjá Fríðu Ásgríms, Þóru Jóhanns og fleirum.

Mynd nr. 4Mynd 4
„Okkur langaði einnig að láta gott af okkur leiða og styrkja góð málefni. Við Valgerður höfum því farið í allskyns nytjaverslanir sem eru að selja vörur til styrkar ýmsum góðum málefnum og keypt þar jólapakka handa öllum tónleikagestum okkar. Það verða kannski skrýtnir hlutir sem koma upp úr jólapökkunum en við erum ekki bara að endurnýta hluti heldur eru þeir eru keyptir í góðum tilgangi til styrktar m.a. Rauða krossinum, Samhjálp,

Mynd nr. 5                                                                Mynd 5
Langveikum börnum og fleirum. Svo má ekki gleyma því að það verður leynigestur með okkur. Hver hann er er algjört leyndarmál,“ segir Hulda leyndadómsfull. Miðasala er í fullum gangi en hægt er að panta í síma 866 0114.

Mynd nr. 6
Mynd 6
Getspakir lesendur Feykis eiga möguleika á að vinna sér inn miða með því að geta upp á hvaða flytjendur eru á meðfylgjandi myndum.  Lausnir þurfa að berast á palli@feykir.is eða á: Feykir, Borgarflöt 1 550 Sauðárkróki, fyrir hádegi fimmtudaginn 12. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir