Mikið um rafræna viðburði í óhefðbundinni Sæluviku

Nú er ljóst að Sæluvika Skagfirðinga verður haldin í ár en með mikið breyttu sniði vegna samkomutakmarkana. Hefst hún næsta sunnudag 25. apríl og stendur til 1. maí. Viðburðir verða ýmist haldnir með rafrænum hætti eða þá eins og gildandi samkomutakmarkanir leyfa.

Ný heimasíða, sem mun halda utan um viðburði og dagskrá Sæluviku, fer í loftið á næstu dögum en þar verða viðburðir auglýstir og hægt að horfa á rafrænt á það sem í boði verður.

Sigfús Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, hvetur alla sem sem áhuga hafa á að vera með viðburði að hafa samband en þar sem þetta er m.a. rafrænt er aldrei of seint að skrá sig. „Við getum alltaf bætt í. Þannig að allir þeir sem sjá sér fært að vera með viðburð af einhverju tagi hvort sem er ljóðalestur, stofutónleikar, gjörningar eða hvað sem er annað, eru hvattir til að hafa samband.“

Sigfús segir að atvinnu- menningar og kynningarnefnd hafi rætt það hvort fresta ætti Sæluviku líkt og í fyrra en það var mat nefndarinnar að setja hana á dagskrá meðan gluggi er opinn og viðunandi sóttvarnaaðgerðir. 

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir