Sýningar á Ronju halda áfram

Borkagengið í vígahug. Mynd: Gunnhildur Gísla.
Borkagengið í vígahug. Mynd: Gunnhildur Gísla.

Samkvæmt tilkynningu frá Leikfélagi Sauðárkróks halda sýningar áfram á leikritinu Ronju ræningjadóttur þar sem leikarinn sem fór í sóttkví fyrir helgi fékk neikvæða útkomu úr PCR-prófi í gær. Sýning verður í dag, þriðjudaginn 23. nóvember kl. 18. Aðeins þrjár sýningar eftir fyrir þá sem ekki hafa tryggt sér miða.

Aðrar sýningar:

Miðvikudagur 24/11 kl 18 (uppselt)
Fimmtudagur 25/11 kl 18
Föstudagur 26/11 kl 18 (uppselt)

Aukasýningar sem jafnframt eru allra síðustu sýningar:

Þriðjudagur 30 nóv. kl 18
Miðvikudagur 1. des kl 18

Miðapantanir eru í síma 8499434.
Aðeins komast 50 manns, plús leikskólabörn á hverja sýningu, og þarf því ekki að fara í hraðpróf, grímuskylda er í Bifröst.
Sjoppan er opin fyrir sýningu en ekki í hléi.
Raðað er í sæti.

Leikfélag Sauðárkróks þakkar gestum á Ronju kærlega fyrir komuna. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir