UNDER THE MAKEUP / A-ha

Ætli það séu ekki einhver 30 ár síðan sjarmatröllin Morten, Mags og Pål í norska trióinu A-ha slógu í gegn í götóttum gallabuxum með lagið Take On Me. Síðan hafa þær margsinnis hætt en alltaf koma þeir aftur með nesti og nýja skó.

Síðast hættu þeir eftir að hafa haldið upp á 25 ára afmælið og hurfu hver í sína áttina. En þeim reynist erfitt að hætta að búa til lög sem passa best fyrir A-ha. Þeir ákváðu því að snúa bökum saman enn eina ferðina og smelltu í eina breiðskífu sem kom út núna í haust. Hún ber nafnið Cast in Steel.

Gæðin eru alltaf til staðar hjá A-ha. Skandinavísk melankolía svífur yfir vötnum og gefur tónlist þeirra sérstakan tregatón. Það má heyra í því lagi sem er sennilega hvað mest grípandi, Under the Makeup. Í myndbandinu fer Soffía Gráböl með stórt hlutverk en hefur látið lopapeysuna eiga sig að þessu sinni. Stórgott lag.

Under the Makeup á Youtube >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir