100 ára afmæli sjúkrahússins á Hvammstanga

Heilbrigðisstofnunin á Hvammstanga. Mynd:hve.is
Heilbrigðisstofnunin á Hvammstanga. Mynd:hve.is

Um þessa mundir eru 100 ár liðin frá því að fyrsta byggingin sem var sérstaklega reist fyrir heilbrigðisþjónustu á Hvammstanga var tekin í notkun. Var það læknisbústaður sem steyptur var upp árið 1918 og tekinn í notkun árið 1919. Í upphafi sinnti héraðslæknirinn um sjúklingana á heimili sínu og naut við það aðstoðar konu sinnar og vinnufólks.

Af því tilefni er boðið til afmæliskaffis á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga í dag, fimmtudaginn 30. janúar, milli klukkan 14 og 17 í húsnæði sjúkrahússins að Spítalastíg 1.

Í afmælisboði segir að flutt verði lítil dagskrá sem vert sé að hlýða á. Klukkan 14:00 mun Guðmundur Haukur Sigurðsson stikla á stóru yfir sögu sjúkrahúss Hvammstanga og flutt verða tónlistaratriði. Kvennabandið hefur veg og vanda af kaffiveitingum.

Frammi mun liggja baukur þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að leggja í púkk og styrkja félagsstarf sjúkrahússins.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir