Aðgát í umferðinni

Mikilvægt er að ökumenn sýni aðgát þegar ekið er nærri skólum.
Mikilvægt er að ökumenn sýni aðgát þegar ekið er nærri skólum.

Vátryggingafélag Íslands vekur athygli á því á heimasíðu sinni að þessa dagana eru skólar að hefja vetrarstarf sitt og því enn meiri ástæða til þess en ella að hafa athyglina í lagi þegar ekið er nærri skólum og öðrum stöðum þar sem ungra vegfarenda er að vænta. Margir þeirra eru nýliðar í umferðinni og hafa ekki endilega allar reglur á hreinu meðan önnur sem veraldarvanari eru finnst þau jafnvel ekki þurfa að fara eftir öllum reglum, nú eða hafa ekki hugann við  umferðina og eru með tónlist í eyrunum. 

Meðal þess sem vegfarendur geta gert til að taka tillit er að:

-          Virða hámarkshraða
-          Stoppa fyrir þeim sem ætla yfir götu
-          Gera ráð fyrir óvæntum ákvörðunum barna
-          Ef verið er að skutla barni í skólann, hleypa barninu þá út á þar til gerðu stæði ef það er til staðar, en annars gangstéttarmegin.

Í frétt VÍS segir að á síðasta ári hafi um 20 börn sem gangandi vegfarendur slasast samkvæmt tölfræði Samgöngustofu. VÍS hvetur ökumenn til að vera með alla athygli við aksturinn og gefa sér rúman tíma í aksturinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir