"Algjör súpa" á Hvammstanga
Leikflokkurinn á Hvammstanga stendur fyrir súpuleikhúsinu "Algjör súpa". Frumsýning verður í Félagsheimilinu á Hvammstanga föstudagskvöldið 8. nóvember næstkomandi. Önnur sýning verður laugardagskvöldið 9. nóvember. Báðar sýningarnar hefjast klukkan 20:00.
Miðaverð er 3.000 krónur og innifalið í verði er súpa, brauð og kaffi, en súpan er matreidd af fimm stjörnu kokki. Liprir þjónar bera súpuna fram með glensi og gríni.
Panta þarf borð/miða fyrirfram því aðeins er pláss fyrir 120 manns á hverja sýningu. Borðapantanir eru hjá Hödda í síma 897-4658. Ekki eru seldir miðar við innganginn.