Ársfundur fagráðs í nautgriparækt á Gauksmýri

Ársfundur fagráðs í nautgriparækt verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl nk. frá kl. 13:00- 16:00 á Sveitasetrinu Gauksmýri í Húnaþingi vestra. Samkvæmt fréttatilkynningu verður aðalefni fundarins beit nautgripa, en einnig verður kynnt starf fagráðs á síðasta starfsári.

Á fundinum flytur Katrín Andrésdóttir fyrrverandi héraðsdýralæknir erindi undir yfirskriftinni Útbeit nautgripa. Einnig munu þeir Eiríkur Loftsson, ábyrgðarmaður fóðrunar hjá RML og Þórarinn Leifsson bóndi í Keldudal í Skagafirði halda erindi um beit mjólkurkúa um vor, sumar og haust

„Fundurinn er öllum opinn og eru bændur sérstaklega hvattir til að mæta og hlýða á fróðleg erindi og taka þátt í umræðum,“ segir loks í tilkynningu.

Fleiri fréttir