Atvinnulífs- og sæluvikublað Feykis kemur út eftir páska
Við minnum á að Feykir gefur ekki út blað í þessari viku vegna páskaleyfa en í næstu viku verður Feykir fyrr á ferðinni en vanalega og kemur út þriðjudaginn 22. apríl.
Feykir verður þá með stærra sniði en venjulega og er gefinn út í samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð. Blaðið er tileinkað atvinnulífssýningunni Lífsins gæði og gleði og jafnframt upphafi Sæluvikunnar og verður dreift frítt á öll heimili á Norðurlandi vestra og á Tröllaskaga.
Þess má geta að fram að því verður Feykir.is ferskur á netinu, líkt og alltaf.