Aukanámskeið í kransagerð
Á Facebook-síðu Farskólans segir að þann 13. september hafi verið haldið námskeiðið Að búa til þinn eigin krans og aðsóknin hafi verið frábær. Ákveðið var í framhaldi að setja á laggirnar þrjú aukanámskeið dagana 16. og 17. október á Sauðárkróki og 19. október á Skagaströnd. Það eru örfá sæti laus á þessi námskeið og um að gera að bregðast hratt við til að tryggja sér sæti.
Um er að ræða námskeið það sem þátttakendur fá fræðslu um blómakransa og kennd verða undirstöðuatriði í kransagerð og fá þeir að vefja sinn eigin krans. Þá verður langt áherslu á að nota hráefni úr náttúrunni og er það innifalið í verðinu. Þáttakendur fá svo að fara heim með sinn eigin krans að námskeiði loknu sem þeir geta svo notið í komandi jólastússi.
Leiðbeinandi: Alma Lilja Ævarsdóttir blómahönnuður. Eigandi blómaverkstæðisins Salvíu.
Hvar og hvenær:
Tvö aukanámskeið á Sauðárkróki 16 og 17.október.
Skagaströnd 19.október.
18:00-21:00
Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér
Lengd: 3.klst
Verð: 32.000 kr*
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Fleiri fréttir
-
Síkið í kvöld
Í dag er leikdagur í Síkinu á Sauðárkróki þegar Tindastóll tekur á móti ÍR í mfl. karla í körfubolta.Meira -
Við gefum í á meðan aðrir ræsa vélarnar | Jóel Þór Árnason skrifar
Á kjörtímabilinu sem er að líða hefur Sjálfstæðisfélag Skagfirðinga verið afar virkt. Við höfum staðið fyrir fjölmörgum fundum og viðburðum með þingmönnum og öðrum áhugaverðum gestum, þar sem málefni samfélagsins hafa verið rædd af krafti og einlægni - nú síðast í Miðgarði þar sem við ræddum um orkumál á Norðurlandi og fengum til okkar góða gesti. Það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu vel þessir viðburðir hafa verið sóttir og ekki síður að nýtt fólk hafi reglulega bæst í hópinn með okkar góðu fastagestum.Meira -
Stóra stólamálið kannski ekki svo einfalt – eða hvað?
Nú nýverið varð TikTok-myndband Króksarans Söru Rutar Arnardóttur, listræns stjórnanda Improv Ísland, tilefni til viðtals og fréttaflutnings Í bítinu á Bylgjunni og Vísi.is en þar sagði hún frá því að húsverðir í Bifröst hefðu fengið gefins notaða stóla frá Sambíóunum til að skipta út gömlu stólunum í Bifröst. Stólarnir hefðu verið sóttir suður en skilja mátti á umfjölluninni að sveitarfélagið hefði tekið ákvörðun um að henda stólunum því starfsmenn hefðu ekki nennt að standa í veseninu sem fylgdi stólaskiptunum, þrífa hefði þurft stólana og laga. Feykir spurði Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra út í málið.Meira -
Alor lýkur 100 milljón króna fjármögnun
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla 15.01.2026 kl. 11.06 gunnhildur@feykir.isAlor hefur lokið sínu fyrsta hlutafjárútboði þar sem félagið sótti 100 milljónir króna frá fjárfestum. Fjármagnið verður m.a. nýtt til þess að hraða innleiðingu stærri sólarorkuverkefna á Íslandi og efla vöruþróun orkugeymslna úr notuðum rafbílarafhlöðum. Alor hefur þegar sett upp fimm sólarorkukerfi í fjórum landshlutum og frumgerðir rafhlöðuorkugeymslna hafa verið útbúnar og samstarf með fyrstu viðskiptavinum lofar góðu.Meira -
Ályktun Hagsmunasamtaka landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 3
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 15.01.2026 kl. 10.55 gunnhildur@feykir.isStofnfundur Hagsmunasamtaka landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 3 var haldinn þann 14. janúar. Samtökin eru samstarfsvettvangur landeigenda og ábúenda jarða í Húnaþingi þar sem aðalvalkostur Landsnets vegna Holtavörðuheiðarlínu 3 liggur um.Meira
