Bechamel kjúklingaréttur og glútenlaus súkkulaðiterta

Matgæðingarnir Róbert og Natalia. Aðsend mynd.
Matgæðingarnir Róbert og Natalia. Aðsend mynd.

Fyrstu matgæðingar ársins 2018 voru þau Róbert Mikael Gunnarsson og Natalia Grociak, búsett á Hvammstanga. Þau segjast elska mat og matargerð og sameina því vinnu og áhugamál á vinnustað sínum, veitingastaðnum Sjávarborg. Þegar þátturinn var gefinn út í byrjun janúar 2018 voru þau í fríi í Mílanó á Ítalíu og þegar Feykir heyrði frá þeim voru þau á leið á ekta ítalskt pastanámskeið. ”Við ætlum að gefa ykkur uppskrift að kjúklingarétti sem tengdamamma mín eldar oft fyrir okkur,” sagði Róbert, ”frábær réttur sem svíkur ekki.

AÐALRÉTTUR
Bechamel kjùklingaréttur fyrir 4

3 kjúklingabringur
300 g sveppir

Sósan:
5 msk. smjör
4 msk. hveiti
2 tsk. salt
½ tsk. múskat
300 ml mjólk

Aðferð:
Kjúklingabringurnar skornar þvert og kryddaðar með salti og pipar. Steiktar á pönnu. Sveppirnir skornir og steiktir í smjöri á pönnu.
Smjörið í sósuna brætt á pönnu, hveiti sett saman við og pískað. Mjólk bætt út í og hrært saman. Kryddað með salti og múskati. Má þynna með mjólk ef sósan verður of þykk.
Þá er kjúklingurinn settur í eldfast mót og síðan sveppirnir, síðan bechamel sósa og rifinn ostur. Bakað í ofni í 15-20 mínútur á 180°C. Borið fram með hrísgrjónum. 

EFTIRRÉTTUR
Súkkulaði kaka án glútens

2 appelsínur
270 g möndlur
200 g sykur
6 egg
2 tsk. matarsóti
6 msk. kakóduft

Aðferð:
Sjóðið appelsínur með hýði í 1½  klukkustund. Kælið og maukið í matvinnsluvél. Möndlurnar eru hakkaðar í matvinnsluvélinni þangað til þær eru nánast duft.  Allt sett saman i hrærivél og hrært vel. Sett í form og bakað við 180°C í 45 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir