Beðið með mokstur til fyrramáls

Allir vegir eru ófærir eða lokaðir á Norðurlandi samkvæmt heimasíðu Vegagerðarinnar og beðið er með mokstur þangað til í fyrramálið. Vegurinn um Vatnsskarð og Þverárfjall eru lokaður vegna veðurs líkt og Holtavörðu- og Öxnadalsheiði. Ekki verður farið í mokstur fyrr en í fyrramálið. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna veðurs og snjóflóðahættu sem og Ólafsfjarðarmúli.

Fólk sem ætlar sér um vegi landsins er beðið um að kynna sér vel hvernig færð og veður er áður en farið er af stað á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir