Biblíumaraþon í Hvammstangakirkju

Á föstudagskvöldið var Biblíumaraþon í Hvammstangakirkju á vegum Æskulýðsfélags Hvammstangakirkju. Frá kl. 21:00 til 03:00 aðfararnótt laugardagsins lásu unglingarnir upp úr Biblíunni en fyrr í vikunni höfðu þeir safnað áheitum hjá fyrirtækjum í héraðinu. Norðanátt.is segir frá þessu.

Áheitunum var safnað vegna ferðar Æskulýðsfélagsins á landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar sem fer fram í Keflavík 25.-27. október n.k. Fyrir þá sem vilja leggja málefninu lið þá er hægt að leggja inn á eftirfarandi reikning í nafni Hvammstangakirkju: 159-26-514, kt. 650169-7439.

Fleiri fréttir