Bjarni næsti þingflokksritari VG

Bjarni Jónsson.
Bjarni Jónsson.

Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvestur kjördæmi, hefur verið valinn ritari þingflokksins af félögum sínum í þingflokki VG, Bjarni var áður varaþingmaður en tók sæti á Alþingi nú í haust. Orri Páll Jóhannsson var valinn þingflokksformaður.

Orri Páll Jóhannsson

Í tilkynningu frá flokknum segir að Orri Páll taki við formennskunni af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, sem verður varaformaður þingflokksins, en hún hefur setið á Alþingi frá 2013. Orri Páll er nýr þingmaður hreyfingarinnar en hann var áður varaþingmaður.

Fleiri fréttir