Davíð Örn í úrslit stærðfræðikeppni framhaldsskólanema
Sagt er frá því á heimasíðu hins 30 ára gamla Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra að forkeppni í stærðfræðikeppni framhaldsskólanemenda fór fram þriðjudaginn 6. október. Nemendur FNV hafa staðið sig mjög vel í keppninni undanfarin ár og að þessu sinni komst Davíð Örn Þorsteinsson í úrslit, en hann er í hópi tíu efstu á efra stigi.
Davíð hefur líka staðið sig vel í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanema. Þar komst hann í úrslit í fyrra og keppti fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Mexíkó í sumar.
Keppt var á efra og neðra stigi.