Ekki fundust eldixlaxar í Miðfjarðará og Vatnsdalsá
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
21.08.2025
kl. 13.43
Norskir kafarar, sem komu til landsins í fyrradag til að leita uppi og fjarlægja eldislax úr ám, voru mættir í Hrútafjarðará, Miðfjarðará og Vatnsdalsá í gær. Í frétt á Húnahorninu segir að fjöldi manns hafi fylgst með athöfnum þeirra en enga eldislaxa fundu þeir í Miðfjarðará eða Vatnsdalsá en í Hrútafjarðará skutu þeir með skjótbyssum sínum fjóra meinta eldislaxa.