Eldri borgarar í Húnaþingi funda á Blönduósi í dag

Björn Snæbjörnsson og Oddný Árnadóttir.
Björn Snæbjörnsson og Oddný Árnadóttir.

Haustfundur Félags eldri borgara í Húnaþingi verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi í dag, 4. nóvember klukkan 13. Gestir fundarins verða Björn Snæbjörnsson formaður Landsambands eldri borgara og Oddný Árnadóttir framkvæmdastjóri og munu þau kynna félögum starfsemi landsambandsins.

Það er margt á döfinni hjá LEB og félagsmenn eru hvattir til að mæta og hlusta á nýjan formann og framkvæmdastjóra. Eftir kaffiveitingar verður sagt frá því sem framundan er í starfi FEBH.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta vel á fundinn og taka með sér gesti.

Fleiri fréttir