Enginn aðalfundur hjá Sparisjóði Húnaþings og stranda
Stjórn Samtaka stofnfjárhafa í fyrrum Sparisjóð Húnaþings og stranda ákvað á stjórnarfundi sínum í gær að halda ekki aðalfund á árinu 2013 heldur bíða eftir rannsóknarskýrslu Alþingis um málefni sparisjóðanna. Síðustu fréttir herma að hún komi út um mánaðarmótin nóvember/desember.
Þess í stað er ráðgert að halda aðalfund í upphafi árs 2014.