Enn vonskuveður og ófærð

Enn er vonskuveður víða á landinu, appelsínugul eða gular viðvaranir í gildi í nokkrum landshlutum og hefur Veðurstofan gefið út gult ástand fyrir Strandir og Norðurland vestra. Þar er nú suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, hvassast á Ströndum. Búast má við éljagangi með skafrenningi og er lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum, segir á Veður.is.

Vetrarfærð er um mest allt land og sumstaðar vonskuveður, vegir víða ýmist ófærir eða lokaðir og þæfingur og éljagangur á flestum leiðum. 

Núna klukkan 9 er Holtavörðuheiðin lokuð, Vatnsskarð, Þverárfjall og Öxnadalsheiði einnig. Siglufjarðarvegur er lokaður utan Fljóta vegna snjóflóðahættu en vegurinn um Ólafsfjarðarmúla er opinn en þar er óvissustig.

Sjá nánar á vef Vegagerðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir