Erlendir ferðamenn enduðu utan vegar
Nokkur hálka var á vegum í Húnavatnssýslum í morgun og lentu vegfarendur í vandræðum vegna þessa, einn á Holtavörðuheiði og annar við Gauksmýri í Húnaþingi vestra. Engin slys urðu á fólki en í báðum tilfellum var um erlenda ferðamenn um að ræða.
Að sögn talsmanns lögreglunnar á Blönduósi mátti rekja óhöppin til þess að bílarnir voru fremur vanbúnir og að bílstjórarnir hafi verið óvanir því að aka við þær vetraraðstæður sem voru á svæðinu í morgun.