Fækkun sjúkrabíla hjá HVE frestað

Fyrirhuguðum áformum um að fækka sjúkrabifreiðum á Vesturlandi og þar með á Hvammstanga hefur verið frestað, en þau áttu að taka gildi um áramót. Velferðarráðuneytið mun eiga í nánari viðræðum við Rauða kross Íslands um málið og því var fyrirhuguð fækkun dregin til baka í óákveðin tíma. Hvammstangi heyrir, eftir sameiningu fyrir fáeinum árum, undir Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

Sagt er frá þessu á vefnum Búðardalur.is. Þar er vitnað í bréf sem Gísli Björnsson yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi sendi til sjúkraflutningamanna á svæðinu í gær. Þau skilaboð hafi borist frá Velferðarráðuneytinu að ákveðið hafi verið að fresta fyrirhuguðum áformum og málið yrði skoðað betur fram á næsta ár. Þetta eigi einnig við fækkun sjúkrabifreiða á Ólafsvík og á Hvammstanga.

Fleiri fréttir