Fallegir silfurmunir

Guðrún og Ólöf einbeittar. Mynd; Farskólinn.is

Helgina 20. - 22. nóvember var haldið námskeið í silfursmíði hjá Farskólanum. Námskeiðið fór fram í Verknámshúsi FNV á Sauðárkróki. Leiðbeinandi var Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, gullsmíðameistari.

Fallegur silfurhringur sem varð til á námskeiðinu, Mynd: Farskóli.is

Eftir áramótin verður þetta námskeið aftur auglýst. Það þarf ekki að taka það fram að námskeiðið stendur öllum til boða á Norðurlandi vestra, þar sem aðstaða er fyrir hendi.

Konurnar útbjuggu marga fallega skartgripi. Mynd; Farskólinn.is

Fleiri fréttir