Fara fram á endurgreiðslur á virðisaukaskatti vegna refa- og minkaveiða
Á ársþing SSNV sem haldið var um síðustu helgi var skorað á ríkisvaldið að veita auknu fjármagni til sveitarfélaga vegna veiða á ref og mink. Sagt var í ályktun að Veiðarnar stuðli að því að unnt sé að meta og draga úr tjóni af völdum refa og minka og tryggja nauðsynlegt jafnvægi í lífríkinu.
Oft fellur til mikill kostnaður á fámenn en landmikil sveitarfélög vegna veiðanna og fór þingið fram á að endurgreiðslur á virðisaukaskatti til sveitarfélaganna vegna veiðanna, til lækkunar á kostnaði. Þá var einnig farið fram á að stjórnvöld falli frá þeim skilmálum sem settir voru í fjárlög fyrir árið 2013 fyrir greiðslum til sveitarfélaganna og komið hafa í veg fyrir greiðslur til þeirra vegna refaveiða.