Flúðabakkaverkefnið kynnt

MYND FEYKIR KSE
MYND FEYKIR KSE

Á upphafsdögum janúarmánaðar var sagt frá því að undirrituð hefði verið viljayfirlýsing um byggingu átta íbúða fyrir 60 ára og eldri við Flúðabakka á Blönduósi. Nú liggur fyrir að kynna verkefnið fyrir fólki og verður opinn fundur haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 18. janúar klukkan 20:00.

Þar ætlar forsvarsfólk verkefnisins sem allt er Húnabyggðarfólk að koma í heimsókn og útskýra hvernig verkefnið er hugsað, hvernig húsin eru hönnuð og svara þeim spurningum sem fólk kann að hafa. Það eru þau Sigurður Ágústsson, Hermann Arason og Helga Vilmundardóttir sem koma og eru allir hvattir til að mæta og kynnast betur þessu spennandi verkefni, spyrja spurninga og leyfa þeim að heyra hvað ykkur finnst og hvaða hugmyndir þið hafið, segir meðal annars á Facebooksíðu Húnabyggðar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir