Flutningabíll lokar Þverárfjallsvegi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
25.12.2013
kl. 12.22
Flutningabíll lokar veginum um Þverárfjall og verður ekki reynt að opna veginn fyrr en í fyrsta lagi á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Hálka eða snjóþekja er á öllum helstu leiðum á Norðurlandi vestra og vindhraði á bilinu 17 til 21 metri á sekúndu.
Útlit fyrir norðanhvassviðri eða -storm um mestallt land í dag með snjókomu eða éljagangi á N-verðu landinu, en slyddu eða rigningu A-lands. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu í nótt og á morgun, en hvessir líklega aftur og snjóar talsvert NV-til á föstudag, skv. Veðurstofu Íslands.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.