Fundir um mótun framtíðar Norðurlands vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, boða til funda á þremur stöðum í landshlutanum í þessari viku. Fundirnir eru haldnir í tengslum við vinnu við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra og eru þeir opnir hverjum þeim er vill hafa áhrif á stefnu landshlutans til ársins 2024.

Unnið verður út frá fjórum málaflokkum. Þeir eru:

— Menningarmál.
— Atvinnuþróun og nýsköpun.
— Umhverfismál.
— Menntamál og lýðfræðileg þróun.

Fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum:

Hótel Laugarbakka - 21. ágúst kl. 12:00 – 14.00.
Eyvindarstofu á Blönduósi – 21. ágúst kl. 17:00 - 19.00.
Félagsheimilinu Ljósheimum í Skagafirði – 22. ágúst kl. 12:00 - 14.00.

SSNV vilja hvetja sem flesta íbúa til að láta til sín taka og mæta og hafa þannig áhrif á framtíð landshlutans.

Sóknaráætlun Norðurlands vestra er stefnumótandi áætlun sem tekur til starfssvæðis sveitarfélaganna í landshlutanum. Nú er verið að móta stefnu fyrir árin 2020-2024.

 Upplýsingabæklingur um sóknaráætlun og þá vinnu sem stendur yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir