Fundum um Hálendisþjóðgarð frestað

Kynningarfundum umhverfis- og auðlindaráðherra um Hálendisþjóðgarð, sem halda átti í Borgarnesi og Húnavatnshreppi í dag og í Reykjadal og á Egilsstöðum á morgun er frestað vegna veðurs. Nýjar tímasetningar fyrir fundina verða auglýstar á næstu dögum.

Eftirtöldum fundum hefur verið frestað:
Þriðjudagurinn 7. janúar

•           13:30 Borgarnes, Hótel Hamar - FRESTAÐ
•           17:30 Húnavatnshreppur, Húnavallaskóli - FRESTAÐ

Miðvikudagurinn 8. janúar
•           11:00 Reykjadalur, Félagsheimilið Breiðumýri - FRESTAÐ
•           18:00 Egilsstaðir, Hótel Hérað - FRESTAÐ

Gert er ráð fyrir að tímasetningar standist fyrir fundi sem auglýstir hafa verið í Öræfum, á Hvolsvelli og í Reykjavík. Nánari upplýsingar er að finna á viðburðum fyrir fundina á Facebook-síðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir