Fyrsta helgin í þorra
Bóndadagur er í dag og þar með er fyrsta helgin í Þorra að renna upp. Feykir hefur til gamans tekið saman lista yfir þau þorrablót sem borist hafa upplýsingar um á Norðurlandi vestra og hjá átthagafélögum þetta árið, og telur hann hátt á annan tug blóta.
Húnvetningafélagið í Reykjavík tók reyndar forskot á sæluna og hélt sitt blót síðasta laugardag. Þorrablóti Skagfirðingarfélagsins sem vera átti á morgun hefur hins vegar verið aflýst.
Fljótamenn munu svo að vanda halda sitt blót á Ketilási á bóndadag, það er í kvöld og í kjölfarið fylgja Kvenfélagsið Vaka sem verður með þorrablót í félagsheimilinu á Blönduósi á morgun og Skarðhreppingar sem verða með þorrablót í Miðgarði, einnig á morgun.Loks verðar eldri borgarar í Húnaþingi vestra með þorrablót í Nestúni á Hvammstanga á morgun, laugardag.
Feykir mun birta myndasyrpur frá þorrablótum á vefnum og í næstu tölublöðum, svo gaman væri að fá sendar myndir eða ábendingar um myndasmiði á netfangið kristin@feykir.is, til að geta birt myndir frá sem flestum blótum.