Fyrsta Sjónhorn ársins komið út

Nú er fyrsta Sjónhorn ársins komið út og í því er að finna ýmsilegt skemmtilegt. Nemendur í 8.-10. í Varmahlíðarskóla ætla að sýna á föstudaginn söngleikinn Grease, útsalan er byrjuð í Skagfirðingabúð og Sálarrannsóknarfélagið er að auglýsa dagskrána sína í janúar-mars. Þá geta félagar í Félagi eldriborgara glaðst yfir því að auglýsing um samkomur vorið 2024 er komið út og Íslenska Gámafélagið auglýsir dagskrá sorphirðu í Skagafirði ásamt því hvenær söfnun á heyrúlluplasti í dreifbýlinu verður hverju sinni út árið. Eins og sést er nóg að efni til að lesa og um að gera að skoða vefútgáfuna hér. 

Munum svo bara að njóta en ekki þjóta:)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir