Fyrsti sigur Húnvetninga í hús í 2. deildinni

Fyrsti sigurleikur Kormáks/Hvatar kom á Dalvík í gærkvöldi þegar Húnvetningar sóttu heim Knattspyrnufélag Fjallabyggðar. Stigin þrjú voru Húnvetningum kærkomin eftir töp í fyrstu tveimur umferðunum í 2. deildinni. Lokatölur 0-3.

Það var Sergio Francisco Oulu sem gerði fyrsta mark leiksins á 37. mínútu og staðan því 0-1 gestunum í vil í hálfleik. Eftir stundarfjórðungsleik í síðari hálfleik tvöfaldaði hinn bráðefnilegi Jón Gísli Stefánsson forystuna og það var síðan Goran Potkozarac sem gulltryggði góðan sigur á gestgjöfunum sem oftar en ekki eru erfiðir heim að sækja – en spiluðu heimaleikinn á Dalvík að þessu sinni en ekki á Ólafsfirði eða Siglufirði.

Ólseigir Húnvetningar því komnir á blað í 2. deildinni en næsti leikur á að fara fram á Sauðárkróksvelli eftir viku en hæpið að hann verði orði leikhæfur þá. Það er lið Hauka úr Hafnarfirði sem heimsækir Norðurlandið en þeir hafa farið vel af stað og eru með sjö stig að loknum þremur umferðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir