Gærurnar styrkja Húnana

Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna, ásamt félögum úr Gærunum. Mynd: Facebooksíðan Björgunarsveitin Húnar.
Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna, ásamt félögum úr Gærunum. Mynd: Facebooksíðan Björgunarsveitin Húnar.

Félagar í Björgunarsveitinni Húnum á Hvammstanga fengu góða heimsókn þegar þeir opnuðu flugeldasöluna í Húnabúð í morgun. Þar voru á ferð konur úr félagsskapnum Gærunum sem er hópur kvenna sem heldur úti nytjamarkaði á Hvammstanga og lætur ágóðann jafnan renna til þarfra máli í samfélaginu.

Erindi kvennanna var að færa björgunarsveitinni styrk að upphæð 200.000 fyrir störf hennar í þágu samfélagssins í óveðrinu sem gekk yfir fyrr í desember. „Færum við þeim okkar bestu þakkir fyrir stuðningin sem hvetur okkur áfram við að halda úti sjálfboðaliðsstarfi björgunarsveitarinnar," segir á Facebooksíðu Björgunarsveitarinnar Húna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir