Gísli Gunnars fékk flestar tilnefningar til vígslubiskups á Hólum

Sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæjarprestakalli, fékk flestar tilnefningar til vígslubiskups í Hólaumdæmi.
Sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæjarprestakalli, fékk flestar tilnefningar til vígslubiskups í Hólaumdæmi.

Í gær lauk ferli tilnefningar til vígslubiskups í Hólaumdæmi sem hafði staðið yfir í fimm daga líkt og reglur gera ráð fyrir en sem kunnugt er lætur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir af störfum 1. september nk. Sr. Gísli í Glaumbæ fékk flestar tilnefningar eða 20 alls.

Samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Þjóðkirkjunnar voru alls 25 aðilar tilnefndir og hefur kjörstjórn kallað eftir afstöðu þeirra þriggja, sem fengu flestar tilnefningar, til þess hvort þeir samþykkja að vera í kjöri, sbr. 4. mgr. 14. gr. starfsreglna um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa.

 

Tilnefningin var rafræn og nýtti 31 af þeim 47 manns sem rétt höfðu til að tilnefna í embættið, eða 65%. Það voru þjónandi prestar og djáknar íslensku þjóðkirkjunnar á Íslandi og erlendis sem höfðu þann rétt.

Sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæjarprestakalli, fékk flestar tilnefningar 20 alls, sr. Þorgrímur G. Daníelsson, sóknarprestur Grenjaðarstaðarprestakalls, fékk næstflestar eða átta og Dalla Þórðardóttir, prófastur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, kom þar á eftir með fjórar tilnefningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir