Góð helgi hjá Helgu

Helga Margrét Þorsteinsdóttir stóð sig vel um helgina á Meistaramóti Íslands í unglingaflokki þar sem hún stórbætti sig í tveimur greinum, fyrst á laugardaginn í kúluvarpi þegar hún varpaði kúlunni 14.99m. Hennar besti árangur var áður 14.87m.

Helgina áður gekk aftur á móti illa í kúlunni þegar hún varpaði aðeins 13.25 í fimmtarþrautinni í Svíþjóð. Helgina þar áður hafði Helga byrjað mjög vel með 14.53m á Reykjavíkurleikunum.

Þessi kúluvarpsárangur Helgu er Íslandsmet ungkvenna sem er flokkurinn 20-22 ára, en Helga mun einmitt keppa á Evrópumeistaramóti ungkvenna í sjöþraut í sumar. Þess má geta að árangur Helgu í kúlunni er á heimsmælikvarða fyrir 19 ára sjöþrautarkonu.

Á laugardaginn keppti Helga einnig í langstökki og stökk 5.59m, það er svipað og helgina áður þegar hún stökk 5.56m úti í Svíþjóð.
-Hér á Helga mikið inni en hennar besti árangur er 5.85m. Hún þarf að halda hraðanum betur í síðustu skrefunum og þá mun hún eflaust stökkva mun lengra á næstu mótum, segir Vésteinn Hafsteinsson þjálfari Helgu en hann telur að Helga sé á mjög góður róli í grindarhlaupinuog sýni mikið öryggi þar. En í gær var Helga að bæta sig vel í 60m grindahlaupi með því að hlaupa á 8.69sek.
-Síðustu tvær helgar á undan hefur hún hlaupið á 8.73sek sem var góð bæting síðan í fyrra þegar hún átti best 8.86sek. Mér sýnist að Helga geti verið í mjög góðum málum um miðjan febrúar þegar hún fer í næstu þrautina innanhúss á Sænska Meistramótinu í Norrköping, segir Vésteinn.

Fleiri fréttir