Góð stemning á Vetrarmótaröð Þyts

Annað mót í Vetrarmótaröð Þyts var haldið sunnudaginn 13. mars og var þátttaka með ágætum. Á heimasíðu Þyts segir að gaman hafi verið að sjá hve margir áhorfendur komu og fylgdust með.
Tveir pollar tóku þátt, Margrét Þóra Friðriksdóttir á Gusti sínum og Ýmir Andri Elvarsson á Esju. Í barnaflokki keppti aðeins eitt barn en það var Herdís Erla Elvarsdóttir á Esju frá Grafarkoti og kepptu þær í þrígangi og stóðu sig með prýði. Sláturhús KVH var aðalstyrktaraðili mótsins og fengu allir sem komust í úrslit hangikjötsrúllu frá þeim.
Helstu úrslit í öðrum greinum urðu eftirfarandi:
Meistaraflokkur
1 - 2. Kolbrún Grétarsdóttir Jaðrakan frá Hellnafelli 6,75
1. - 2. Ísólfur Líndal Þórisson Grettir frá Hólum 6,75
3. Elvar Logi Friðriksson Teningur frá Víðivöllum fremri 6,71
2. flokkur
- Kolbrún Stella Indriðadóttir Trúboði frá Grafarkoti 6,54
- Fríða Marý Halldórsdóttir Sesar frá Breiðabólsstað 6,38
- Vigdís Gunnarsdóttir Flinkur frá Steinnesi 6,29
3. flokkur
- Sigrún Eva Þórisdóttir Freyja frá Brú 6,00
2-3. Eva-Lena Lohi Draumur frá Hvammstanga 5,83
2-3. Óskar Einar Hallgrímsson Frosti frá Höfðabakka 5,83
Unglingaflokkur
- Aðalbjörg Emma Maack Daníel frá Vatnsleysu 6,50
2. Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti 6,25
3-4. Jólín Björk Kamp Kristinsdóttir Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 5,96
3-4. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Nánd frá Lækjamóti II 5,96
Myndir og önnur úrslit er hægt að nálgast HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.