Gott stig gegn toppliðinu í 4. deildinni

Lið Kormáks/Hvatar (K/H) mætti Hvíta Riddaranum í fimmtu umferð 4. deildarinnar föstudaginn 14. júní á Varmárvelli. Leikurinn sem fór fram á Varmárvelli átti að spilast á Blönduósvelli en vegna Smábæjaleika þá var leikurinn færður yfir á heimavöll Hvíta Riddarans. Með sigri þá myndi (K/H) halda þriðja sætinu og haldið pressunni á liðinum sem eru í fyrsta og öðru sæti.

Mikið jafnræði var með liðunum í leiknum enda bæði lið með ógnar sterk lið. Rétt áður en flautað var til hálfleiks var dæmd vítaspyrna á Hvíta Riddarann. Á punktinn fór enginn annar en Ingvi Rafn Ingvarsson og skoraði hann úr spyrnunni og staðan þar með 1-0 í hálfleik fyrir (K/H).

Seinni hálfleikur var enn jafnari en lið Hvíta Riddarans náðu á 57. mínútu að jafna leikinn með marki frá Loga Má Magnússyni. Ekki urðu mörkin fleiri í þessum leik og þar með 1-1 jafntefli á Varmárvelli.

Með þessu jafntefli datt (K/H) úr þriðja sæti í það fimmta en Hvíti Riddarinn heldur fyrsta sætinu, en aðeins munar fimm stigum á milli þessara liða. Næsti leikur hjá (K/H) er á föstudaginn á móti ÍH sem er í sjötta sæti deildarinnar, leikurinn verður spilaður á Ásvöllum í Hafnarfirði og byrjar leikurinn klukkan 20:00.

/EÍG  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir