Hækka verð á nautakjöti til bænda
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Gagnlega hornið
09.04.2015
kl. 12.48
Sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga og Kaupfélag Skagfirðinga hafa hækkað verð á nautgripakjöti og tók hækkunin gildi 7. apríl. Algengasta hækkun einstakra flokka er 4%.
Nautakjötsverð til bænda hækkaði síðast fyrir tæplega einu ári. Verðlistar sláturleyfishafa voru uppfærðir í dag vegna þessa. Frá þessu er sagt á vef Landssambands kúabænda, naut.is.