Handverk og heima(n)sala - möguleikar í stöðunni

Vaxtarsamningur Norðurlands vestra, SSNV atvinnuþróun og Matarkistan Skagafjörður boða til kynningarfundar um möguleika í vefverslun og beinni sölu á handverki og afurðum, sem og í matarferðaþjónustu á Hótel Blönduósi, fimmtudaginn 28. janúar nk. kl. 13:00.
Dagskrá:
Fundarsetning

Beint frá býli, félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli. Árni Snæbjörnsson, verkefnisstjóri BFB kynnir félagið og starfsemi þess. Nánar: www.beintfrabyli.is

Litlu búðirnar, vefverslun með íslenskt handverk og náttúruvörur. Áskell Þórisson, umsjónarmaður og hugmyndasmiður verkefnisins kynnir vefinn, möguleikana sem í honum felast og forsendur fyrir þátttöku. Nánar: www.litlubudirnar.is 

Matarkistan Skagafjörður, þróunarverkefni í matarferðaþjónustu. Guðrún Brynleifsdóttir, verkefnisstjóri kynnir verkefnið.

Beint frá býli – nýr söluvefur félagsins. Guðmundur J. Guðmundsson, stjórnarmaður í BFB, kynnir nýjan söluvef félagsins.

Endurmenntunarmöguleikar við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Áskell Þórisson, útgáfu- og kynningarstjóri LbhÍ, segir stuttlega frá þeim námskeiðum sem skólinn býður upp á og tengjast þessu sviði. Nánar: www.lbhi.is  

Umræður og fyrirspurnir
Fundarstjóri Stefán Haraldsson, atvinnuráðgjafi SSNV

Allt áhugafólk á Norðurlandi vestra velkomið.

Fleiri fréttir