Heimsfrumsýning Skógarlífs á Hvammstanga

Frá æfingum á Skógarlífi. Myndir: Leikflokkur Húnaþings vestra.
Frá æfingum á Skógarlífi. Myndir: Leikflokkur Húnaþings vestra.

Leikflokkur Húnaþings vestra sýnir um næstu helgi, dagana 13.-15. desember, barnaleikritið Skógarlíf í leikstjórn Gretu Clough en hún er listrænn stjórnandi Handbendi Brúðuleikhúss og hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna bæði sem leikstjóri og leikskáld. 

Hér er um heimsfrumsýningu að ræða þar sem Greta hefur unnið glænýja leikgerð að verkinu sem hún byggir á The Jungle Book eftir Rudyard Kipling. Fylgst er með magnaðri þroskasögu og ævintýrum Móglí, sem elst upp meðal dýra í frumskóginum og fá áhorfendur að kynnast fjölbreyttum og skemmtilegum sögupersónum, tónlist og hönnun undir indverskum áhrifum í framsetningu fjölbreytts og hæfileikaríks hóps fólks úr Húnaþingi vestra. Í leikhópnum eru 17 heimamenn á aldrinum 5 – 50 ára. 

Miðasala er í fullum gangi á heimasíðu flokksins, www.leikflokkurinn.is. Frá og með morgundeginum 10. desember hækkar miðaverð úr 2.800 kr. í 3.500 kr.

Sýningarnar verða 13. og 14. desember kl. 20:00 og 15. desember kl. 16:00 í Félagsheimilinu á Hvammstanga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir