Hildur söng til sigurs
Söngkeppni FNV var haldin síðast liðið fimmtudagskvöld þar sem Hildur Sólmundsdóttir kom sá og sigraði með flutningi sínum á laginu Enytime eftir Kelly Clarkson en lagið hét í meðförum Hildar að eilífu ávalt en textann þýddi hún sjálf.
Alls stigu átta keppendur á sviðið i söngkeppni FNV en í öðru sæti hafnaði Sara Rut Fannarsdóttir með lagið Tár í tómið sem Ríó tríó gerði frægt um árið en Edda Borg, sigurvegarinn síðan í fyrra, hafnaði síðan í þriðja sæti. Þrátt fyrir að þær stöllur hafi þótt skara framúr stóðu allir keppendur sig með mikilli prýði og áhorfendur sem fylltu húsið skemmtu sér hið besta.