Hjördís Ósk keppir á Evrópuleikunum í Crossfit
Evrópuleikarnir í Crossfit hófust kl. 07:00 í morgun að íslenskum tíma en leikarnir fara fram í Ballerup í Danmörku. Hjördís Ósk Óskarsdóttir frá Hvammstanga keppir í einstaklingskeppni kvenna á mótinu. Samkvæmt vef Norðanáttar tók Hjördís þátt í liðakeppni á Evrópumótinu í Crossfit 2013 en síðast keppti hún í einstaklingskeppni kvenna á Evrópumótinu í Crossfit 2012, þar sem hún hafnaði í 7. sæti.
Keppni í einstaklingskeppni kvenna hefst kl.15:00 í dag með WOD (æfingum) 1 og 2. Þar er Hjördís skráð á braut 1 í riðli 5, en áætlað er að hann hefjist kl. 16:00. WOD 3 hefst svo kl. 18:10. Þar er Hjördís skráð á braut 2 í riðli 4, en áætlað er að hann hefjist kl. 19:10.
Á morgun, laugardag, er WOD 4 á dagskrá kl. 14:00 og WOD 5 kl. 18:00. Lokadagur mótsins er svo á sunnudaginn en þar er WOD 6 á dagskrá kl. 16:00 og WOD 7 kl. 18:40.
Sýnt verður beint frá mótinu á vefnum games.crossfit.com og þar er einnig hægt að nálgast dagskrá og úrslit. Einnig er hægt að horfa á keppnina í gegnum YouTube.com.
Hér má sjá lista yfir WOD í einstaklingskeppninni: