Hljómsveitin Ingimar í Jólalagakeppni Rásar 2
Þessa dagana er í gangi Jólalagakeppni á Rás 2 en auglýst var eftir nýjum jólalögum í keppnina í nóvember. Alls bárust tæplega 50 lög en sérstök dómnefnd hefur nú valið tíu þeirra sem keppa munu til úrslita. Hljómsveitin Ingimar frá Sauðárkróki komst áfram með lagið Jól frá liðinni tíð en hljómsveitina skipa þeir Contalgen bræður, Andri Már Sigurðsson (sem einnig er höfundur lagsins), Gísli Þór Ólafsson og Sigfús Arnar Benediktsson.
Lagið, sem var tekið upp hjá Fúsa Ben í Stúdíó Benmen, er hægt að nálgast HÉR og kjósa það áfram í keppninni.
Dagana 3. – 13. desember munu úrslitalögin hljóma á Rás 2 auk þess að vera aðgengileg á vef Rásar 2, þar sem landsmenn geta kosið sitt uppáhaldslag. Föstudaginn 13. desember verður loks tilkynnt hvaða lag sigrar og verður útnefnt Jólalag Rásar 2 árið 2013.