Hreinræktað þorraveður í kortunum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
02.02.2011
kl. 08.31
Það er hreinræktað þorraveður í kortunum næsta sólahringinn. Spáin gerir ráð fyrir norðaustan 10-18 og snjókomu en 5-10 og él um hádegi. Hægviðri í nótt, SV 13-20 í fyrramálið og éljagangur. Frost 0 til 4 stig.
Hvað færð á vegum varðar er ljóst að hálka er á öllum leiðum í svona veðurfari og því förum við eins og ætíð extra varlega í umferðinni í dag og komum heil heim.
