Húnar bjarga fólki úr slæmri prísund

Björgunarsveitin Húnar í Vestur Húnavatnssýslu hefur staðið í ströngu í morgun en hún var kölluð út til að sinna hinum ýmsu verkefnum m.a. flytja fólk í vinnu á sjúkrhúsi og KVH og draga upp fasta bíla.

Þessa stundina reynir  sveitin að komast að bíl sem er fastur við Efra Vatnshorn og hefur verið það í alla nótt. Fólkið, sem er í bílaleigubíl, er frá Singapore og hefur aldrei lent í öðru eins veðri, eftir því sem björgunarsveitarmenn segja.

Meðfylgjandi mynd er tekin við Norðurbraut í óveðri miklu fyrir nokkrum árum. Mynd: Húnar

Fleiri fréttir