Húnvetningar í spurningakeppni áttahagafélaganna
Spurningakeppni átthagafélaganna 2014 hefst fimmtudaginn 6. febrúar næstkomandi klukkan 20 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 í Reykjavík. Húnvetningafélagið er meðal þeirra liða sem taka þátt í keppninni og keppir við Barðstrendingafélagið og Skaftfellingafélagið fimmtudaginn 6. mars.
Keppnislið Húnvetninga skipa:
Jóhann Almar Einarsson frá Tannstaðabakka.
Hugrún R. Hólmgeirsdóttir ættuð frá Bjarghúsum og Þorgrímsstöðum.
Einar Logi Vignisson frá Blönduósi.