Íbúafjöldi nánast óbreyttur
Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofu Íslands fyrir þriðja ársfjórðung þessa árs hefur íbúafjöldi haldist nánast óbreyttur á Norðurlandi vestra. Þess ber þó að geta að tölurnar eru allar námundaðar að tug og því erfiðara að sjá hvort um marktækan mun er að ræða í minnstu sveitarfélögunum.
Þann 1. október síðastliðinn voru íbúar á Norðurlandi vestra alls 7250, þar af 3980 í Skagafirði, 1170 í Húnaþingi vestra, 880 í Blönduósbæ, 500 á Skagaströnd, 100 í Skagabyggð, 410 í Húnavatnshreppi og 210 í Akrahreppi.
Munur á íbúafjölda einstakra sveitarfélaga milli ársfjórðunga það sem af er árs er hvergi meira en 20 íbúar, eða innan við eitt prósent svo varla verður séð að um marktækan mun sé að ræða.