Kaffi Sírop skiptir um eigendur og nafn

Eigendaskipti hafa orðið á veitingastaðnum Kaffi Sírop á Hvammstanga sem í framtíðinni mun ganga undir öðru nafni sem margir ættu að kannast við. Vertinn skal hann heita héðan í frá.

Á Norðanáttinni segir að það sé hann Eyvindur Ólafsson sem taki við rekstrinum af Huldu Signýju Jóhannesdóttur og Gunnari Ægi Björnssyni, en þau hafa rekið Kaffi Síróp síðasta eitt og hálfa árið. Að sögn Eyvindar mun verða leitast við að bjóða upp á fullkomna þjónustu með allskonar tilboðum. Áformað er að vera með helgartilboð í mat með skemmtikröftum og rétt dagsins alla daga. Þá munu gestakokkar sýna snilli sína með allskonar uppákomum frá þeirra þjóðlöndum. Fyrst um sinn ætlar sonur Eyvinds að vera honum til halds og trausts.

Fleiri fréttir