Karlakórinn Heimir birtir tónleikadagskrá
Á aðdáendasíðu Karlakórsins Heimis kemur fram að búið sé að leka dagskrá kórsins til aðdáendaklúbbsins. Samkvæmt henni ætla Heimismenn ekki að sitja með hendur í skauti í vetur heldur halda tónleika vítt og breitt um landið og nær dagskráin alveg fram í júlí í sumar.
Samkvæmt síðunni sem er á fésbókinni er dagskráin eftirfarandi:
Sunnudagur 22. febrúar: Blönduóskirkja. Tónleikar kl. 20:30.
Sunnudagur 1. mars: Frímúrarasalurinn á Sauðárkróki. Tónleikar kl. 20:30.
Föstudagur 13. mars: Tónberg, Akranesi. Tónleikar á leið suður.
Laugardagur 14. mars: Langholtskirkja. Tónleikar kl. 14:00 og 17:00 með Graduale Nobile
Laugardagur 28. mars: Glerárkirkja. Tónleikar kl. 14:00. Breiðumýri, tónleikar kl. 20:30.
Laugardagur 18. apríl: Berg, Dalvík. Tónleikar kl. 14:00. Siglufjarðarkirkja, tónleikar kl. 20:30.
Laugardagur 2. maí: Sæluvikutónleikar í Miðgarði kl. 20:30.
Föstudagur 8. maí: Miðgarður. Tónleikar kl. 17:00 með Finnska kórnum, Coro Finlandia.
Laugardagur 25. júlí: Söngur á Reykholtshátíð.